Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 15:19:52 (8686)

2004-05-19 15:19:52# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Frú forseti. Þetta var athyglisverð yfirlýsing sem kom frá hv. þm. Einari Karli Haraldssyni og ég vona að hann hafi talað fyrir hönd Samf. þegar hann sagði að það væri mikilsvert að útvarpsleyfi sem veitt hafa verið fengju að renna út. Það verður því gaman að sjá þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu í þinginu hvort Samf. styðji þá breytingu. Ef hún gerir það ekki hljótum við að líta svo á að sá stjórnmálaflokkur sé mótfallinn því að leyfin fái að renna út eins og við í meiri hluta allshn. leggjum til.