Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:30:41 (9197)

2004-05-27 14:30:41# 130. lþ. 128.8 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, SigurjÞ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:30]

Sigurjón Þórðarson (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að afleggja sóknarkerfið og með því erum við að festa í sessi kerfi sem hvetur til brottkasts. Það er fráleitt að menn ætli að samþykkja þetta hér meðan aðrar þjóðir í kringum okkur eru að skoða leiðir til þess að komast út úr kerfum sem hvetja til brottkasts. Ég segi nei.