Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 20:09:50 (9464)

2004-05-28 20:09:50# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GAK (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[20:09]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Með tillögu stjórnarandstöðunnar er boðinn fram góður sóknardagakostur fyrir handfæraveiðar sem tryggir góða umgengni og kemur í veg fyrir brottkast afla. Síðast en ekki síst yrði hún til að efla atvinnu og styrkja stöðu fólks í minni sjávarbyggðum. Kvótasetning ríkisstjórnarflokkanna á handfærabáta vinnur gegn þjóðarhag. Ég segi já.