Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 22. júlí 2004, kl. 11:00:55 (9632)

2004-07-22 11:00:55# 130. lþ. 137.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 130. lþ.

[11:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Varðandi stjórnarskrána og það sem hv. þm. sagði, og var tilefni ummæla minna, að menn vildu breyta 26. gr. einni sér. Ég man ekki til þess að neinn hafi sagt það og vildi þá gjarnan fá dæmi um það. Menn vilja breyta öllum I. og II. kafla stjórnarskrárinnar.

En í sambandi við tímafaktorinn og tímasetningu á lagasetningu um fjölmiðla eða ráðastafanir til að hindra samþjöppun fjölmiðla, er þá hv. þm. tilbúinn til að bíða og sjá hvort enn meiri samþjöppun verði? Ætlar hann bara að bíða rólegur og láta það gerast? Hann sá hvað gerðist núna þegar var ráðist gegn fjölmiðlunum, þeir risu náttúrlega upp á afturlappirnar og vörðu sig og höfðu sigur með aðstoð stjórnarandstöðunnar.

Það nákvæmlega sama mun gerast þegar menn reyna aftur að höggva í þann knérunn, þeir munu rísa aftur upp á afturlappirnar.