Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 12:38:23 (59)

2003-10-03 12:38:23# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[12:38]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason hljóp aðeins í kringum þetta en ég vil þá bara spyrja hv. þingmann að því hvort hann sé ekki sammála mér um það sem ég sagði áðan varðandi fyrirheit okkar um skattamálin, lækkun tekjuskatta eins og þau koma fram í fjárlagafrv. og fjarlagaáætlun ríkisstjórnarinnar, að þarna fari orð og efndir saman, hvað sem honum finnst um þessar leiðir og hvað sem honum finnst um það hvað menn ætla sér að gera. Ég geri alls ekki lítið úr því og virði vel sjónarmið hans varðandi það hvaða leiðir ætti að fara. Það er hans skoðun. En ég vil bara spyrja hann hvort hann geti ekki verið sammála mér um það að hér komi í ljós að menn ætla að standa við það sem talað var um fyrir kosningar. Það er bara einfaldlega þannig og ég vil biðja hv. þingmann að tjá sig um það.