Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 17:06:52 (113)

2003-10-03 17:06:52# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[17:06]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Við þekkjum nákvæmlega hvað felst í þessu frv. og það hefur verið farið ágætlega í gegnum það. Það sem umræðan hefur gengið út á nákvæmlega hér er að þingmenn Samfylkingarinnar hafa af veikum mætti reynt að halda því fram að þessi ríkisstjórn og þeir flokkar sem að henni standa ætli ekki að standa við það sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Því hafa menn haldið fram hér fullum fetum. (BH: Þetta var einföld spurning.) Ef þú vilt fá nákvæma útlistun á fjárlagafrv.

(Forseti (JóhS): Ekki samtal.)

Þá er eðlilegt að spyrja hæstv. fjmrh. að því.

Ég fullyrði hins vegar, eins og komið hefur fram, að þessi ríkisstjórn stendur fyrir mestu skattalækkunum sem hér hafa sést. Það er nokkuð sem ég er afskaplega ánægður með. Ef menn vilja fara út í einhver smáatriði í því þá er það auðvitað bara sjálfsagt. En það er stóra málið í þessu öllu.