Niðurstaða ráðherranefndar um fátækt

Miðvikudaginn 15. október 2003, kl. 14:55:56 (610)

2003-10-15 14:55:56# 130. lþ. 11.6 fundur 78. mál: #A niðurstaða ráðherranefndar um fátækt# fsp. (til munnl.) frá félmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 130. lþ.

[14:55]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er örstutt síðan að okkur var boðið upp á það og öllum landsmönnum að horfa á fulltrúa Framsóknarflokksins í framboði fara fram með bros á vör og blíðu fyrir framan okkur í sjónvarpstækjunum og tala um ,,vinnu, vöxt, velferð.`` Nú hafa hv. þingmenn Framsfl. eins og sá sem hér talaði, hv. þm. Guðjón Ólafur Jónsson, ekkert fram að færa nema útúrsnúninga og órökstuddar dylgjur um ráðherratíð hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur, þegar bætur héldust í hendur við lágmarkslaun í landinu. Þessi málflutningur er ekki boðlegur hv. þingmönnum og þaðan af síður hv. kjósendum sem vildu gjarnan trúa því að Framsóknarflokkurinn ætlaði að stíga skárri spor á þessu kjörtímabili en því síðasta.