Nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:26:04 (1020)

2003-11-03 15:26:04# 130. lþ. 19.1 fundur 116#B nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:26]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir hans mál og stuðning við samfélagslega rekna heilbrigðisþjónustu. Ég tel að hún sé samfélagslega rekin í dag. Og eins og ég segi, það er ekkert nýtt í þessari stefnu Samf. sem hún var að finna upp um helgina nema þeir vilji t.d. bjóða út rekstur geðdeildar Landspítalans. Ég sé að þeir nefna geðmálin sérstaklega, að það þurfi ekkert meiri peninga í þau heldur breytt skipulag og markaðurinn eigi að ráða því. Hins vegar er kannski ekki heiðarlegt af mér að ræða þetta hér undir þessum formerkjum en ég var spurður og það var komið inn á þetta. Ég er tilbúinn að ræða þetta við Samf. þegar þar að kemur en ætla ekki að fara lengra út í þessa sálma hér.