Gjaldtaka fyrir tæknifrjóvgun krabbameinssjúkra kvenna

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:30:11 (1023)

2003-11-03 15:30:11# 130. lþ. 19.1 fundur 117#B gjaldtaka fyrir tæknifrjóvgun krabbameinssjúkra kvenna# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:30]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir að taka jákvætt í að skoða þetta mál. Ég vil ítreka að hér er um fáar konur að ræða. Þetta eru ungar konur sem standa frammi fyrir því að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Ég hvet hæstv. ráðherra eindregið til að fara yfir gjaldskrá tæknifrjóvgunardeildar og sjá til að þessar konur þurfi ekki að greiða háar upphæðir fyrir meðferðina. Það er nógu erfitt að standa frammi fyrir því að vera með alvarlegan sjúkdóm og þurfa að fara í meðferð við honum og fara líka í erfiða meðferð á undan tæknifrjóvgun. Ég hvet hæstv. ráðherra og treysti því að hann muni breyta þessu til betri vegar.