Stofnun sædýrasafns

Mánudaginn 10. nóvember 2003, kl. 18:40:19 (1436)

2003-11-10 18:40:19# 130. lþ. 23.11 fundur 277. mál: #A sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu# þál., JGunn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Jón Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Þáltill. er um að stofna sædýrasafn á höfuðborgarsvæðinu og (GHall: Finnst þér hægt að skilgreina það nákvæmlega?) og í framsöguræðu hv. þm. Láru Margrétar Ragnarsdóttur kom fram, fannst mér, með skýrum hætti að hún væri akkúrat að tala um Reykjavík og nágrenni, það næði ekki til Suðurnesja. Ef ég hef misskilið hv. þm. Láru Margréti Ragnarsdóttur í því efni þá væri ágætt að fá það fram hér. En mér fannst, og mun að sjálfsögðu fletta því upp í þingræðum, að fram kæmi hjá henni að eingöngu væri verið að tala um Reykjavík.