Bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:07:08 (1679)

2003-11-17 15:07:08# 130. lþ. 28.91 fundur 154#B bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (aths. um störf þingsins), HHj (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:07]

Helgi Hjörvar (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég skil ábendingu yðar um að fyrirspurnir eru hér á dagskrá í næsta lið. Þeim óskum var hins vegar komið á framfæri við mig vegna þess að kunnugt var um fyrirspurn þá sem ég vildi gera að ég kæmi fram með málið undir liðnum Athugasemdir um störf þingsins. Mörgum öðrum þingmönnum þótti málið svo brýnt að þeir vildu geta tekið þátt í umræðu um það við forsrh. og ég treysti því að hæstv. forsrh. geri grein fyrir því hvað leiddi til bréfasendinga hans hingað til þingsins.