Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 14:58:47 (1806)

2003-11-18 14:58:47# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[14:58]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er augljóst að álit 1. minni hluta er áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og yfir störfum meiri hluta Alþingis. Ég vil einnig beina til hv. þm. spurningunni um hvernig hann í raun meti það og hver eigi að bera hina pólitísku ábyrgð þegar ríkissjóður verður líklega gerður upp með 6,5% framúrkeyrslu. Telur hann að það sé ásættanlegt?

Telur hv. þm., í ljósi þess sem hann hefur sagt, að agaleysi í ríkisfjármálunum sé mjög mikið og þingið beiti ekki þeim aga sem nauðsynlegt er? Maður hlýtur að spyrja: Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman? Hver ber ábyrgð á þessari framúrkeyrslu og hver ber ábyrgð á þessu ráða- og agaleysi í ríkisfjármálum? Fróðlegt væri að heyra sjónarmið hv. þm. í þeim málum.