Fjáraukalög 2003

Þriðjudaginn 18. nóvember 2003, kl. 16:01:34 (1827)

2003-11-18 16:01:34# 130. lþ. 29.7 fundur 87. mál: #A fjáraukalög 2003# frv., GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 130. lþ.

[16:01]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Bjarnasyni fyrir hans innlegg sem er nákvæmlega rétt, bæði með verð á lyfjum og náttúrlega hefur magnið svo stóraukist á sl. árum. Auðvitað ber að hafa áhyggjur af því að einungis tveir aðilar skipta 90% af markaðnum á milli sín. Ég er alveg sammála því að auðvitað þurfi að horfa á það. Það er orðið alvarlegt ef svo er og þá náttúrlega spyr maður sjálfan sig: Hvar eru samkeppnislögin? Gilda þau þegar svona er, eða hvað?

Með þessu áframhaldi er alveg ljóst að lyfjaverð mun ekki lækka í framtíðinni með þessu fyrirkomulagi í lyfjasölu á Íslandi.