Afdrif hælisleitenda

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 19:38:30 (2005)

2003-11-19 19:38:30# 130. lþ. 31.14 fundur 316. mál: #A afdrif hælisleitenda# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[19:38]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Í tilefni af fréttum um beiðni ungra hjóna um pólitískt hæli hérlendis, beiðni sem nú er til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun, tók ég þetta mál upp í umræðu um utanríkismál, þ.e. hvort ríkisstjórnin hefði sett sér einhverjar reglur eða skilgreiningar svo unnt væri að brjóta þá löngu hefð sem hefur myndast að veita hér engum hæli. Og ég spyr þess vegna hæstv. dómsmrh.: Er þessi nefnda hælisbeiðni ekki gott tilefni til að rétta af neikvæðan samanburð okkar við hin Norðurlöndin? Og ég get bætt við út af þeim upplýsingum sem hér komu fram hjá fyrirspyrjanda um nýfæddan son þessara hjóna: Gerir þessi fæðing sonarins það alveg réttlætanlegt að þessi hjón fái hér hæli?