Fjárlög 2004

Þriðjudaginn 25. nóvember 2003, kl. 22:42:00 (2092)

2003-11-25 22:42:00# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[22:42]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og gerð hefur verið grein fyrir úr þessum stól áður af þeim sem hér stendur, þá eru þetta áformin, að spara um 100 milljónir eins og hv. þm. lýsti með breytingum á framkvæmd styrkja Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna tímabundins hráefnisskorts í fiskvinnslu annars vegar og hins vegar vegna þriggja daga biðar eftir atvinnuleysisbótum.