2003-11-26 00:03:11# 130. lþ. 33.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 130. lþ.

[24:03]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hins vegar er rétt og skylt að vekja á því athygli vegna þess að við landsbyggðarþingmenn verðum oft fyrir gagnrýni vegna tillöguflutnings okkar, að mjög mikil einsýni er í stjórnsýslunni og hefur lengi verið. Okkur finnst og hefur mörgum þótt það mjög skýrt að menn sæju vart út fyrir Reykjavík. Það hefur því löngum verið verkefni landsbyggðarþingmanna að vekja athygli á því að það ætti að láta menningu, íþróttastarfsemi og margt fleira ganga yfir allt landið. Yfir því hafa þingmenn verið á vakt áratugum saman. Það erum við að gera og munum halda áfram að gera.