Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:02:15 (2148)

2003-11-26 14:02:15# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., JBjarn (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:02]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Ég tel að hæstv. forseti ætti að segja já við þessari tillögu. Ég tel að það væri afar skynsamlegt af því að þessi tillaga fjallar um að veita fjármagn til Veiðimálastofnunar til að skrá erfðamengi íslenskra laxastofna. Það er mikilvægt til að átta sig á eiginleikum laxins sjálfs við Ísland en einnig er mikilvægt að geta rakið uppruna lax, hvaðan hann kemur, hvort hann er af innlendum eða erlendum uppruna.

Það er til DNA-rannsóknartækni til að gera þetta og í ljósi þeirrar miklu umræðu sem varð á þinginu í haust um laxeldismál og innflutning á erfðaefni fiska þá er þetta afar brýn tillaga, virðulegi forseti. Ég skora á hæstv. forseta og aðra sem vilja fylgja sannfæringu sinni frá umræðunni í haust að greiða tillögunni atkvæði.