Fjárlög 2004

Miðvikudaginn 26. nóvember 2003, kl. 14:19:20 (2154)

2003-11-26 14:19:20# 130. lþ. 34.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 130. lþ.

[14:19]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Hér gerir Samfylkingin tillögu um að verja 200 millj. kr. til eflingar heilsugæslunni og þá einkanlega á höfuðborgarsvæðinu og er ekki vanþörf á enda þjónusta þar í lamasessi. Hér er einnig gert ráð fyrir að skjóta fjárhagslegum stoðum undir áform ríkisstjórnarinnar sem voru upplýst hér í umræðunum í gærkvöld, nefnilega um að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári, í Voga- og Heimahverfi, í Kópavogi og í Hafnarfirði. Það vantar hins vegar fjármuni til þess að þau áform geti gengið fram. Þá er að finna hér þannig að ég vænti þess að stjórnarliðar sem og þingheimur allur styðji þessa tillögu.