Lögfræðiálit frá Lagastofnun HÍ

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 10:46:15 (2561)

2003-12-04 10:46:15# 130. lþ. 42.91 fundur 205#B lögfræðiálit frá Lagastofnun HÍ# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[10:46]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að líta svo á að í sjálfu sér getum við rætt fjárlögin í dag. Ég sé hins vegar ekki að með nokkru móti sé hægt að ganga til atkvæða fyrr en menn vita hver niðurstaðan verður varðandi þetta mál. Það er alveg ljóst að sú vitneskja verður að liggja fyrir áður en gengið er hér til atkvæða. Mér finnst því einboðið, virðulegi forseti, að atkvæðagreiðslu um fjárlögin verði að fresta fram yfir mánudag.