Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 15:10:58 (2641)

2003-12-04 15:10:58# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[15:10]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Frú forseti. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt frv. til laga um breytingar á lögum um stuðning við fiskvinnslustöðvarnar. Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur sömuleiðis samþykkt frv. til laga um breytingu á lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð sem gerir ráð fyrir þriggja daga biðtíma. Þingflokkur Framsfl. hefur afgreitt það mál að sínu leyti þannig að það er í höndum þess sem hér stendur að koma því máli fram.