Fjárlög 2004

Fimmtudaginn 04. desember 2003, kl. 21:05:52 (2717)

2003-12-04 21:05:52# 130. lþ. 42.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 130. lþ.

[21:05]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt að þetta væri mjög skýrt. Ég sagði áðan að eins og staðan væri skyldi ég vera reiðubúinn til að fara í gegnum þessi mál, fara þá með þessu ágæta vistheimili, ræða þetta við félmrn., gá hvort það væri einhver flötur á því að við gætum náð saman um það. Ekki skal standa á því. Það eru engin önnur loforð sem ég hef gefið. (Gripið fram í.) Reiðubúinn til að gera það.