Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:28:39 (2794)

2003-12-05 14:28:39# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., JBjarn (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:28]

Jón Bjarnason:

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um sama mál en örlítið lægri upphæð, 500 millj. kr. Þetta var tillaga sem ég lagði fram við 2. umr. fjárlaga þegar ljóst var að þá skorti á 500 millj. eða liðlega 500 millj. til þess að fullnusta það samkomulag sem gert var við öryrkja. Til þess að gefa ríkisstjórninni og meiri hlutanum á Alþingi kost á að bæta hér úr var tillagan dregin til baka við 2. umr. og því endurflutt.

Virðulegi forseti. Ég skora á meiri hluta Alþingis að gera nú lokahnykk og standa við gefin fyrirheit, gefin loforð. Orð skulu standa í þessum efnum. Því segi ég já við þessari tillögu.