Fjárlög 2004

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 14:46:23 (2806)

2003-12-05 14:46:23# 130. lþ. 43.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., BjörgvS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[14:46]

Björgvin G. Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Það eru vissulega blikur í lofti í atvinnumálum á Suðurnesjunum. Verulegur samdráttur í rekstri varnarliðsins hefur haft í för með sér að fjöldi manns hefur misst vinnuna og við blasir að hundruð gætu misst atvinnu sína til viðbótar. Sértækra aðgerða er þörf á Suðurnesjum til að stemma stigu við þessari þróun og tryggja ölfuga atvinnuuppbyggingu í staðinn. Sala á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja gefur einstakt tækifæri til slíkra aðgerða ef andvirðinu yrði varið til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjunum. Um gæti verið að ræða á þriðja milljarð kr. og eru áhrif slíkra fjármuna fyrir atvinnulíf svæðisins augljós. Ég segi því já.