Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 18:29:52 (3059)

2003-12-10 18:29:52# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[18:29]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það eru ekki skýr loforð um það í stjórnarsáttmálanum að auka byggðakvóta heldur er það tekið til athugunar hvort það skuli gert. Ég legg áherslu á það að þegar menn eru við þetta tækifæri að breyta lagaákvæðum um byggðakvóta að það leiði ekki til minnkunar. Það er alveg ljóst að það væri ekki í þeim anda sem stjórnarsáttmálinn er. Það þarf ekki að gera kröfu um það núna að byggðakvótinn verði aukinn eða það ákveðið hvort hann verði aukinn því að það er nóg eftir af kjörtímabilinu til þess að fara betur yfir það, ég teldi það því annað mál. Aðalatriðið er að við séum ekki að draga saman seglin í þessum efnum (Gripið fram í: Það er verið að því.) og hitt að við setjum skýrari reglur svo að við náum betri árangri með ráðstöfun þessa kvóta en við höfum gert og við erum alveg tilbúnir til þess að fara ofan í þá vinnu.