Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 18:40:29 (3066)

2003-12-10 18:40:29# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki betur séð í umræddu frv. en að í b-lið 3. gr. þess sé talað um línuveiðar dagróðrabáta sem beita línu í landi. Með öðrum orðum stendur hér skýrt í þessu frv. að einungis sé átt við báta þar sem línan er beitt í landi. Það fer ekkert á milli mála.

Því þætti mér afskaplega vænt um það ef hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson gæti svarað mér því af hverju hæstv. sjútvrh. kemur fram með frv. sem einungis tekur til dagróðrabáta sem stunda veiðar á línu sem beitt er í landi.