Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 10. desember 2003, kl. 19:53:55 (3075)

2003-12-10 19:53:55# 130. lþ. 47.1 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 130. lþ.

[19:53]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekkert vandamál að hafa mismunandi hámark á tegundunum í tegundatilfærslunni og við munum útfæra það á mjög skikkanlegan hátt. En hins vegar það sem hv. þm. nefndi varðandi kolmunnann og ufsaveiðarnar og meðafla þar, þá hefur það verið rannsakað mjög gaumgæfilega á síðustu mánuðum af eftirlitsmönnum Fiskistofu og starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar og það er alveg hverfandi sem er af afla í öðrum tegundum í þessu. Langt, langt frá því sem verið er að halda fram og ég held að við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af því. Ef það breytist aftur, þá þarf auðvitað að skoða það upp á nýtt og til þess eru eftirlitsmennirnir, að sjá hvort aðstæður breytast, að fylgjast með því sem er að breytast og þá verður brugðist við nýjum aðstæðum á sama hátt og við höfum gert varðandi kolmunnann, vegna veiðarfæranna, vegna svæðanna og kolmunnaskipin fá ekki að fara með trollið inn á sömu svæði og þau fengu áður, m.a. vegna þess að við höfum áhyggjur af þessu. En staðan í þessum málum í dag er ekki slík að við þurfum að hafa stórar áhyggjur.