Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 10:21:16 (3143)

2003-12-11 10:21:16# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[10:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Telur hv. þm. Jónína Bjartmarz eðlilegt að samkomulag tveggja aðila sem greinilega hafa ekki vit á þessum málum, sem greinilega vita ekki hvernig velferðarkerfið er uppbyggt, vita ekki að lífeyrissjóðirnir eru með framreikning og að fólk sem er 25 ára getur verið með fullan framreikning, telur hún að samkomulag milli slíkra aðila sem ekki hafa meira vit á þessu en þetta eigi að móta velferðarkerfið?

Síðan er það spurningin um þessar upplýsingar sem við fengum frá heilbrrn. Það kom svo reyndar seinna í ljós að þær voru bara fyrir einstaklinga. Þar kemur í ljós að gífurlegur fjöldi öryrkja er á aldursbilinu 15--20 ára. Þeir eru 1.500, miklu fleiri en í aldursbilunum sem koma á eftir. Hvað er að gerast? vil ég spyrja hv. formann nefndarinnar. Hvað er að gerast varðandi það að nánast skuli vera tvöfalt fleiri öryrkjar á þessum unga aldri, 15--20 ára, heldur en á aldursbilunum 20--25, 25--30 ára o.s.frv. Þetta voru mjög sláandi upplýsingar sem við fengum frá Tryggingastofnun.