Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 12:03:20 (3167)

2003-12-11 12:03:20# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[12:03]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það verður áfram ágreiningur milli mín og hv. þm. um að hér sé ekki um kjarasamning að ræða. Kjör öryrkja felast í samkomulagi sem þeir gera hverju sinni við stjórnvöld. Þeir treystu því að orð stæðu og ég met það svo og man það þannig, hv. þm., að í kosningabaráttunni notuðu þingmenn stjórnarflokkanna þetta mjög mikið, í fjölmiðlum og alls staðar. Það er hægt að fletta því upp alveg sérstaklega. Þeir töluðu ekki mikið um fjármagnið sem færi í samkomulagið. Rúmur milljarður stendur hins vegar í samkomulaginu og þá hafa hv. þm. líklega notað þau orð. En samkomulagið var ykkar aðall, hv. þm. stjórnarflokkanna, í kosningabaráttunni. Við það hefur ekki verið staðið. Hæstv. ráðherra var beygður á síðustu dögunum við samþykkt fjárlaga. Við þetta var ekki staðið frekar en svo mörg önnur kosningaloforð sem hv. þm. gáfu gleiðbrosandi í kosningabaráttunni.