Almannatryggingar

Fimmtudaginn 11. desember 2003, kl. 18:03:16 (3215)

2003-12-11 18:03:16# 130. lþ. 48.2 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, ÁÓÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 130. lþ.

[18:03]

Ágúst Ólafur Ágústsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samf. fögnum þeirri jákvæðu kerfisbreytingu sem felst í aldurstengdri örorkuuppbót. Hins vegar teljum við ekki að það sé verið að uppfylla það samkomulag sem hæstv. heilbrrh. gerði við Öryrkjabandalag Íslands þann 25. mars sl. Í raun eru einungis tveir aðilar í samfélaginu sem telja framlagt frumvarp hæstv. heilbrrh. uppfylla samkomulagið og það eru Framsfl. og Sjálfstfl. Hagsmunasamtök og nánast allir fjölmiðlar landsins hafa hvatt ríkisstjórnarflokkana til að uppfylla samkomulagið í anda þeirrar brtt. sem minni hluti heilbrn. hefur lagt fram. Hæstv. heilbrrh. hefur meira að segja viðurkennt að með þeirri fjárhæð sem frv. felur í sé einungis verið að uppfylla 2/3 samkomulagsins og hefur hann talað um áfangaskiptingu samkomulags sem alls ekki átti að vera áfangaskipt.

Ef meiri hluti Alþingis fellir brtt. minni hlutans munu þingmenn Samf. vísa allri ábyrgð á útfærslu þessa máls á ríkisstjórnarflokkana og sitja hjá við afgreiðslu frv.