Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:45:36 (3366)

2003-12-13 11:45:36# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SÞorg (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:45]

Sigurrós Þorgrímsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar þessi umræða kom upp var búið að gefa fundarhlé og fundarhlé og aftur fundarhlé, eins og hv. þm. veit sjálfur. Þú kemur með það á síðustu stund að þú viljir láta fella þetta niður í núll. Þá var Samf. búin að tilkynna að hún vildi ekki vera með og þá var bara eftir meiri hlutinn. Við vildum halda inni þessum 50%. Þér var alveg fullkomlega leyfilegt að koma með brtt. eða setja fram sérálit í nál. svo að þetta er enn þá ósanngjarnt.

(Forseti (JBjart): Forseti vill minna hv. þingmann á hvernig hún ávarpar aðra hv. þm.)