Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:48:53 (3370)

2003-12-13 11:48:53# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:48]

Páll Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vitnaði í Fréttablaðið orðrétt þar sem haft er eftir hv. þm.: ,,Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli.`` (Gripið fram í.) Hv. þm. verður að verða sér úti um blaðið. Spurningin er einföld: Hver hafði hv. þingmann að fífli? Var það formaður Frjálsl. sem samþykkti framlagningu málsins?

Svo er mikilvægt að spyrja einnig, hæstv. forseti, í ljósi þessarar umræðu: Af hverju flutti hv. þm. málið með þessu ákvæði inni í frv. upphaflega?