Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:01:27 (3407)

2003-12-13 14:01:27# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:01]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Sú spurning sem ég lagði fyrir hv. þm. var afskaplega einföld: Hvað telur hv. þm. að formaður stjórnmálaflokks, sem ekki er jafnframt ráðherra, eigi að hafa mikið álag á þingfararkaup sitt? Þetta er afskaplega einföld spurning og snýr auðvitað að því hvað hv. þm. ætlar að ganga langt í að styðja sinn ágæta formann, hv. þm. Steingrím J. Sigfússon, í þessu baráttumáli hans.