Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:02:01 (3408)

2003-12-13 14:02:01# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:02]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt, þetta er ósköp einföld spurning en hún er líka mjög einfeldningsleg í ljósi þess sem hér hefur verið sagt og í ljósi þess sem ég hef sagt um kjörin hér á Alþingi. (Gripið fram í: Hvað ...?)

Ég tel eðlilegt að allir sem eiga sæti á Alþingi, hvort sem þeir sitja á ráðherrabekk eða úti í sal, eigi að vera á nákvæmlega sama kaupi. Það er mín afstaða. (Gripið fram í: Hvað ...?) (Gripið fram í: 80% ofan á ...)