Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:10:52 (3410)

2003-12-13 14:10:52# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:10]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Bjarna Benediktssyni fyrir skjót viðbrögð. Þetta er lýsandi dæmi um kraft ungra manna.

En ég tek eftir einu í yfirlitinu frá Talnakönnun hf. þar sem einstakir embættismenn eru listaðir niður, að það er ekki talað sérstaklega um forsrh. í þessari niðurröðun. Því er það spurning mín til hv. þm. Bjarna Benediktssonar hvort hægt sé að koma því við að það verði sérstakur liður fyrir forsrh. í þessum útreikningum.