Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:13:13 (3413)

2003-12-13 14:13:13# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:13]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Ég vil bæta því við í þessa umræðu að að sjálfsögðu eru forsætisráðherrar í ráðherratölunni og hafa þannig áhrif á þann lið að hluta til.

Það sem mér heyrist þingmaðurinn vera að óska eftir er að farið verði út í það að meta dánarlíkur þeirra forsætisráðherra, fyrrverandi og núverandi, sem ekki hafa tekið ellilífeyri nú þegar. Ég skil ekki hvernig það ætti mögulega að geta gagnast okkur sérstaklega í umræðunni um þetta frv. eins og það liggur fyrir. (Gripið fram í: Eigum við að kalla inn ...?)