Tímabundin ráðning starfsmanna

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:50:24 (3472)

2003-12-13 16:50:24# 130. lþ. 50.8 fundur 410. mál: #A tímabundin ráðning starfsmanna# (EES-reglur) frv. 139/2003, GÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:50]

Guðlaugur Þór Þórðarson:

Virðulegi forseti. Þessi brtt. er tæknileg og breytir engu um efnisatriði frv. Hún er bara til að skýra annan málsliðinn í 1. mgr. 5. gr. og þar bætist inn ,,hverju sinni``. Í raun er þar verið að vísa í tímabundnar ráðningar, eins og þær hafa tíðkast hjá sveitarfélögunum þar sem menn hafa verið ráðnir í fjögur ár í senn. Það mátti misskilja textann þannig að einungis mætti endurtaka þá ráðningu einu sinni. En með þessari brtt. er tekinn af allur vafi um slíkt. Menn geta því ráðið, eins og þeir hafa ráðið áður, bæjarstjóra og aðra embættismenn hvað eftir annað til fjögurra ára. Þess vegna bætist, virðulegi forseti, ,,hverju sinni`` við 2. málslið 1. mgr. 5. gr.