Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 64. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 64  —  64. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um lágflug og æfingar orrustuflugvéla Bandaríkjahers.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvaða reglur gilda um lágflug orrustuflugvéla Bandaríkjahers og aðrar æfingar yfir byggð eða á öðrum viðkvæmum stöðum?
     2.      Hvaða reglur gilda um flug vélanna yfir hljóðhraða og hvar og hvenær þeim er heimilt að rjúfa hljóðmúrinn?
     3.      Hyggst ráðherra endurskoða áðurnefndar reglur um æfingaflug Bandaríkjahers í ljósi fram kominnar óánægju fari svo að vélarnar hverfi ekki úr landi á næstunni?