Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 77. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 77  —  77. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lækkun tekjuskattsstofns skv. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margir hafa árlega sl. þrjú ár fengið tekjuskattsstofn lækkaðan skv. 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skipt eftir töluliðum 1. mgr., og um hve háar fjárhæðir er að ræða hjá einstaklingum að meðaltali og fyrir ríkissjóð eftir hverjum tölulið? Óskað er eftir að tilgreind verði helstu skilyrði fyrir lækkun tekjuskattsstofns samkvæmt hverjum tölulið fyrir sig.
     2.      Hvert er mat ráðherra og ríkisskattstjóra á framkvæmd þessa ákvæðis skattalaganna og þykir þeim ástæða til þess í ljósi reynslunnar að rýmka það eða gera aðrar breytingar á verklagsreglum? Óskað er eftir mati þessara aðila á hverjum tölulið fyrir sig, sérstaklega hvort ástæða þyki til að rýmka heimildir til lækkunar tekjuskattsstofns þegar um er að ræða veikindi eða langvinna sjúkdóma og hvort, og þá að hve miklu leyti, tekið er tillit til mikilla útgjalda heimila vegna tannlækninga.
     3.      Er fyllilega gætt samræmis í ákvörðunum skattstjóra við framkvæmd á 65. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt?


Skriflegt svar óskast.