Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 78. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 78  —  78. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um niðurstöðu ráðherranefndar um fátækt.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er niðurstaðan af starfi ráðherranefndar um fátækt sem skipuð var að tilhlutan fyrrverandi félagsmálaráðherra og hafði það verkefni að skilgreina vandann sem við er að etja vegna fátæktar og finna leiðir til úrbóta?
     2.      Hverjir eiga sæti í ráðherranefndinni, hve marga fundi hefur hún haldið og til hvaða aðila hefur nefndin leitað vegna samráðs og upplýsinga í starfi sínu?
     3.      Hver er skoðun ráðherra á stöðu fátækra, telur ráðherra að grípa þurfi þegar til sérstakra aðgerða til að bæta kjör þeirra og þá hvaða aðgerða?