Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 112. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 112  —  112. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um félagsgjöld fyrirtækja og launþega.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hve miklu samtals nema félagsgjöld sem fyrirtæki greiða til samtaka atvinnulífsins?
     2.      Hve mikið má ætla að skattgreiðslur fyrirtækja minnki vegna heimildar þeirra til að draga félagsgjöld frá tekjuskattsstofni fyrirtækja?
     3.      Hve miklu samtals nema félagsgjöld sem launþegar greiða til stéttarfélaga samkvæmt kjarasamningum eða samþykktum stéttarfélaga?
     4.      Hvaða heimildir hafa launþegar til að draga félagsgjöld frá tekjuskattsstofni sínum?


Skriflegt svar óskast.