Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 142. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 142  —  142. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, nr. 62 19. maí 1994 (13. samningsviðauki).

(Lagt fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Samningsviðauka nr. 13 frá 3. maí 2002 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, varðandi afnám dauðarefsinga í öllum tilvikum.
     b.      Í stað orðanna „samningsviðaukar nr. 1, 4, 6 og 7“ í 2. mgr. kemur: samningsviðaukar nr. 1, 4, 6, 7 og 13.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


I.

    Með frumvarpi þessu, sem samið er í dómsmálaráðuneytinu, er lagt til að 13. viðauki við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 verði lögfestur.
    Þegar samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis var lögtekinn hér á landi var farin sú leið að lögfesta hann í heild sinni ásamt viðaukum hans. Í samræmi við það er lagt til í frumvarpi þessu að sami háttur verði hafður á varðandi samningsviðauka nr. 13. Samningurinn ásamt samningsviðaukum er hér á landi nefndur mannréttindasáttmáli Evrópu.
Frá því að samningurinn um verndun mannréttinda og mannfrelsis var undirritaður hafa verið gerðir við hann þrettán samningsviðaukar. Ísland hefur fullgilt níu þeirra, þ.e. viðauka nr. 1–8 og nr. 11. Við gildistöku 11. viðauka var 9. viðauki felldur úr gildi og 10. viðauki missti efnislega þýðingu.
    Samhliða því sem frumvarp þetta er lagt fram mun utanríkisráðherra leggja fram þingsályktunartillögu um heimild til fullgildingar 13. samningsviðauka.

II.

    Samningsviðauki nr. 13 kveður á um afnám dauðarefsingar í öllum tilvikum. Rétturinn til lífs, æðstu grundvallarmannréttindi sérhvers manns, er verndaður með lögum í öllum ríkjum heims sem og í alþjóðlegum mannréttindasamningum. Í alþjóðasamningum hafa þó undantekningar verið gerðar frá þessari meginreglu í þeim tilvikum sem dauðarefsing er dæmd af dómstóli í ríki þar sem kveðið er á um slíka refsingu í lögum. Í 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu er kveðið á um að réttur hvers manns til lífs skuli verndaður með lögum og að engan mann skuli af ásettu ráði svipta lífi nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.
    Viðhorf til dauðarefsingar hafa þó breyst í tímans rás í þá átt að afnema hana. Árið 1982 var viðauka nr. 6, um afnám dauðarefsingar á friðartímum, bætt við mannréttindasáttmálann. Viðaukinn var fyrstur alþjóðasamninga í sögunni til að öðlast gildi sem kvað á um afnám dauðarefsingar á friðartímum án þess að nokkrar undanþágur eða fyrirvarar væru heimilir. Skv. 6. viðauka skyldi afnema dauðarefsingu en ríki gátu sett í löggjöf sína ákvæði um dauðarefsingu fyrir verknaði framda á stríðstímum eða þegar bráð stríðshætta vofði yfir. Þá samþykkti ráðgjafaþing Evrópuráðsins í kjölfarið að ríkjum yrði ekki veitt aðild að Evrópuráðinu nema þau afnæmu dauðarefsinguna úr löggjöf sinni og fullgiltu 6. viðauka. Þá ákvað þingið árið 1994 að óska eftir við þau ríki sem höfðu ekki þegar fullgilt 6. viðauka að gera svo án tafar. Nánast öll ríki Evrópuráðsins hafa nú fullgilt 6. samningsviðaukann. Þingið samþykkti einnig það ár að fela ráðherranefndinni að semja nýjan viðauka við mannréttindasáttmálann þar sem dauðarefsingin væri afnumin bæði á friðartímum og stríðstímum. Þrátt fyrir að stýrinefnd um mannréttindi væri mjög hlynnt slíkum viðauka taldi ráðherranefndin að það væri brýnna á þeim tíma að hvetja til og viðhalda frestun á fullnustu dauðarefsinga sem yrði svo fylgt eftir með afnámi dauðarefsinga. Á leiðtogafundi aðildarríkja Evrópuráðsins 1997 var í lokayfirlýsingu leiðtoganna kallað eftir allsherjarafnámi dauðarefsingarinnar og þess krafist að þangað til að slíkt tæki gildi yrði fullnustu dauðarefsinga frestað. ráðherranefnd Evrópuráðsins tók undir afstöðu þjóðarleiðtoganna og gaf út yfirlýsingu um „Evrópu án dauðarefsinga“.
    Á þessum tíma átti sér einnig stað þróun í þessa átt á öðrum vettvangi. Evrópusambandið gaf út leiðbeiningarreglur um stefnu Evrópusambandsins varðandi dauðarefsingar gagnvart þriðju ríkjum árið 1998 þar sem kom meðal annars fram andstaða sambandsins við hana í öllum tilvikum. Hjá Sameinuðu þjóðunum hafði viðauki við samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi verið lagður fram til undirritunar aðildarríkja árið 1989 og Sameinuðu þjóðirnar höfðu með reglulegu millibili hvatt ríki til að fresta fullnustu dauðarefsinga þar til þau næmu þær alveg úr gildi. Þá ber að geta þess að við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn og alþjóðadómstólana sem fjalla um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu og Rúanda er dauðarefsing ekki tækt refsiúrræði.
    Mikilvægt skref fram á við var svo tekið á ráðstefnu ráðherranna um mannréttindi í Róm í nóvember 2000 í tilefni 50 ára afmælis mannréttindasáttmálans. Í ályktun sem var samþykkt á ráðstefnunni voru þau ríki sem enn höfðu ekki afnumið dauðarefsinguna né fullgilt 6. viðauka hvött til að gera svo án tafar og að virða þangað til frestun á fullnustu dauðarefsinga. Þá var Ráðherranefnd Evrópuráðsins einnig falið að kanna möguleika á nýjum viðauka við mannréttindasáttmálann sem kvæði á um afnám dauðarefsingar á stríðstímum. Skömmu síðar fól ráðherranefndin sérfræðinganefndum Evrópuráðsins um mannréttindi að semja slíkan viðauka. Viðaukinn var samþykktur af ráðherranefndinni 21. febrúar 2002 og lagður fram til undirritunar aðildarríkjanna í Vilníus 3. maí sama ár.
    Viðauki nr. 13 er átta greinar ásamt inngangsorðum. Í inngangsorðunum er réttinum til lífs lýst sem einni af undirstöðunum í lýðræðisþjóðfélagi og að afnám dauðarefsinga sé grundvallaratriði í vernd þess réttar og því að mannleg reisn hljóti fulla viðurkenningu sem óvefengjanlegur réttur allra manna. Þá segir einnig að aðildarríki Evrópuráðsins geri sér ljóst að í samningsviðauka nr. 6, varðandi afnám dauðarefsinga, sé dauðarefsing fyrir verknaði framda á stríðstímum eða þegar bráð stríðshætta vofir yfir ekki útilokuð og að þau séu staðráðin í að taka skrefið til fulls í þá átt að afnema dauðarefsingar í öllum tilvikum. Í 1. gr. viðaukans er dauðarefsing afnumin og kveðið á um að engan skuli dæma til slíkrar refsingar eða lífláta. Í 2. gr. er kveðið á um að óheimilt sé að víkja frá ákvæðum viðaukans á grundvelli 15. gr. samningsins og 3. gr. kveður á um bann við fyrirvörum við samninginn. 4.–8. gr. geyma svo stöðluð samningsákvæði.
    Dauðarefsing var afnumin á Íslandi með lögum nr. 51/1928, um nokkrar breytingar til bráðabirgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Fyrir þann tíma hafði henni þó ekki verið beitt í nær 100 ár, en síðasta aftaka á Íslandi fór fram 1830. Þegar frumvarpið var lagt fyrir Alþingi var þar þó ekki að finna ákvæði um afnám dauðarefsingar. Tillaga um slíkt var sett fram í breytingartillögu Sigurðar Eggertz alþingismanns með eftirfarandi málflutningi: „Dauðahegning er yfirleitt algerlega móti þeirri rjettarmeðvitund, sem ríkir meðal allra menningarþjóða, enda óvíða í lögum þeirra. Í Noregi er hún afnumin 1902, í Svíþjóð 1901 og nú er verið að afnema hana úr lögum í Danmörku. Sama á sjer stað í Finnlandi, og gæti jeg haldið áfram að telja upp röð af löndum, sem hafa numið dauðahegning úr lögum sínum, en tel óþarft að tefja tímann með því og læt mjer nægja að nefna aðeins þær þjóðirnar, sem næstar okkur standa. Og þar sem endurskoðun hegningarlaganna hlýtur að taka nokkurn tíma, þykir mjer hlýða að afmá þennan blett á löggjöf okkar nú þegar.“ (Alþingistíðindi, B-deild, 1928, þskj. 20, bls. 2071–2072). Lögin voru samþykkt með breytingartillögunni og hljóðaði 1. gr. laganna svo: „Líflátshegning er úr lögum numin. Hvarvetna þar í lögum, er glæpur varðar lífláti, komi í þess stað tyftunarhúsvinna æfilangt.“
    Í 69. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 7. gr. stjórnskipunarlaga, nr. 97/1995, er kveðið á um í 2. mgr. að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Ákvæðið var nýmæli meðal mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar og var mun afdráttarlausara og gekk mun lengra en ákvæði í alþjóðlegum mannréttindasamningum á þeim tíma. Það þótti eðlilegt og í samræmi við íslenska réttarvitund að fortakslaust bann við dauðarefsingum væri meðal mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar.
    Með fullgildingu 13. viðauka mannréttindasáttmálans er sú vernd sem borgarar njóta skv. 2. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar styrkt enn frekar auk þess sem íslenska ríkið sýnir með henni samstöðu á alþjóðlegum vettvangi um að dauðarefsingu beri að afnema í öllum tilvikum.
    13. viðauki öðlaðist gildi að þjóðarétti 1. júlí 2003 en þá höfðu 10 ríki fullgilt hann. Þegar frumvarp þetta er lagt fram hefur 41 ríki af 45 undirritað viðaukann og 16 ríki fullgilt hann.



Fylgiskjal I.


SAMNINGSVIÐAUKI NR. 13
við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis,
varðandi afnám dauðarefsinga í öllum tilvikum.


Aðildarríki Evrópuráðsins, sem undirrita samningsviðauka þennan,
eru sannfærð um að réttur allra manna til lífs sé ein af undirstöðunum í lýðræðisþjóðfélagi og að afnám dauðarefsinga sé grundvallaratriði í vernd þessa réttar og því að mannleg reisn hljóti fulla viðurkenningu sem óvéfengjanlegur réttur allra manna,
vilja efla vernd réttarins til lífs sem tryggður er með samningnum um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sem undirritaður var í Róm 4. nóvember 1950 (hér á eftir nefndur „samningurinn“),
gera sér ljóst að í samningsviðauka nr. 6, varðandi afnám dauðarefsinga, við samninginn, sem undirritaður var í Strassborg 28. apríl 1983, er dauðarefsing fyrir verknaði, framda á stríðstímum eða þegar bráð stríðshætta vofir yfir, ekki útilokuð,
eru staðráðin í að taka skrefið til fulls í þá átt að afnema dauðarefsingar í öllum tilvikum,
hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

1. gr.

Afnám dauðarefsingar.

Dauðarefsing skal afnumin. Engan skal dæma til slíkrar refsingar eða lífláta.

2. gr.
Bann við frávikum.

Óheimilt er að víkja frá ákvæðum þessa samningsviðauka á grundvelli 15. gr. samningsins.

3. gr.
Bann við fyrirvörum.

Óheimilt er að gera fyrirvara skv. 57. gr. samningsins um ákvæði þessa samningsviðauka.

4. gr.
Svæðisbundið gildissvið.

1. Sérhverju ríki er heimilt við undirritun eða afhendingu fullgildingar-, staðfestingar- eða samþykktarskjals að tilgreina það eða þau landsvæði sem samningsviðauki þessi skal ná til.
2. Með yfirlýsingu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins getur sérhvert ríki hvenær sem er síðar látið samningsviðauka þennan ná til hvaða annars landsvæðis sem tilgreint er í yfirlýsingunni. Samningsviðaukinn öðlast gildi gagnvart slíku landsvæði fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuður frá því að aðalframkvæmdastjóra berst slík yfirlýsing.
3. Sérhverja yfirlýsingu, sem gefin er samkvæmt undanfarandi tveimur málsgreinum má afturkalla eða breyta fyrir hvert það landsvæði sem þar er tilgreint með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Afturköllunin eða breytingin öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjóra berst slík tilkynning.

5. gr.
Tengsl við samninginn.

Milli aðildarríkjanna skulu ákvæði 1. til 4. gr. þessa samningsviðauka skoðuð sem viðbótargreinar við samninginn, og skulu öll ákvæði samningsins gilda í samræmi við það.

6. gr.
Undirritun og fullgilding.

Samningsviðauki þessi skal liggja frammi til undirritunar aðildarríkjum Evrópuráðsins sem undirritað hafa samninginn. Hann er háður fullgildingu, staðfestingu eða samþykki. Aðildarríki Evrópuráðsins getur ekki fullgilt, staðfest eða samþykkt þennan samningsviðauka nema það hafi áður fullgilt samninginn eða geri það samtímis. Fullgildingar-, staðfestingar- og samþykktarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.

7. gr.
Gildistaka.

1. Samningsviðauki þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá því að tíu aðildarríki Evrópuráðsins hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af samningsviðaukanum í samræmi við ákvæði 6. gr.
2. Gagnvart aðildarríki, sem síðar lýsir samþykki sínu við að vera bundið af samningsviðaukanum, skal hann öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá afhendingu fullgildingar-, staðfestingar- eða samþykktarskjalsins.

8. gr.
Framlagningar.

Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins um:
    a. Sérhverja undirritun.
    b. Afhendingu sérhvers fullgildingar-, staðfestingar- eða samþykktarskjals.
    c. Sérhvern gildistökudag samningsviðauka þessa skv. 4. og 7. gr.
    d. Sérhvern gerning, tilkynningu eða yfirlýsingu varðandi samningsviðauka þenna.

Þessu til staðfestu hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, ritað undir samningsviðauka þennan.

Gjört í Vilnius 3. maí 2002 á ensku og frönsku í einu eintaki sem varðveitt skal í skjalasafni Evrópuráðsins, og eru báðir textarnir jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda staðfest endurrit til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.



Fylgiskjal II.


Protocol No. 13 to the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms, concerning the abolition of the death penalty in all circumstances

Vilnius, 3.V.2002

The member States of the Council of Europe signatory hereto,
Convinced that everyone's right to life is a basic value in a democratic society and that the abolition of the death penalty is essential for the protection of this right and for the full recognition of the inherent dignity of all human beings;
Wishing to strengthen the protection of the right to life guaranteed by the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms signed at Rome on 4 November 1950 (hereinafter referred to as ”the Convention“);
Noting that Protocol No. 6 to the Convention, concerning the Abolition of the Death Penalty, signed at Strasbourg on 28 April 1983, does not exclude the death penalty in respect of acts committed in time of war or of imminent threat of war;
Being resolved to take the final step in order to abolish the death penalty in all circumstances,
Have agreed as follows:

Article 1 – Abolition of the death penalty
The death penalty shall be abolished. No one shall be condemned to such penalty or executed.

Article 2 – Prohibition of derogations
No derogation from the provisions of this Protocol shall be made under Article 15 of the Convention.

Article 3 – Prohibition of reservations
No reservation may be made under Article 57 of the Convention in respect of the provisions of this Protocol.

Article 4 – Territorial application
1 Any State may, at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance or approval, specify the territory or territories to which this Protocol shall apply.
2 Any State may at any later date, by a declaration addressed to the Secretary General of the Council of Europe, extend the application of this Protocol to any other territory specified in the declaration. In respect of such territory the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such declaration by the Secretary General.
3 Any declaration made under the two preceding paragraphs may, in respect of any territory specified in such declaration, be withdrawn or modified by a notification addressed to the Secretary General. The withdrawal or modification shall become effective on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of receipt of such notification by the Secretary General.

Article 5 – Relationship to the Convention
As between the States Parties the provisions of Articles 1 to 4 of this Protocol shall be regarded as additional articles to the Convention, and all the provisions of the Convention shall apply accordingly.

Article 6 – Signature and ratification
This Protocol shall be open for signature by member States of the Council of Europe which have signed the Convention. It is subject to ratification, acceptance or approval. A member State of the Council of Europe may not ratify, accept or approve this Protocol without previously or simultaneously ratifying the Convention. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.

Article 7 – Entry into force
1 This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date on which ten member States of the Council of Europe have expressed their consent to be bound by the Protocol in accordance with the provisions of Article 6.
2 In respect of any member State which subsequently expresses its consent to be bound by it, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiration of a period of three months after the date of the deposit of the instrument of ratification, acceptance or approval.

Article 8 – Depositary functions
The Secretary General of the Council of Europe shall notify all the member States of the Council of Europe of:
    a any signature;
    b the deposit of any instrument of ratification, acceptance or approval;
    c any date of entry into force of this Protocol in accordance with Articles 4 and 7;
    d any other act, notification or communication relating to this Protocol.
In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.
Done at Vilnius, this 3rd day of May 2002, in English and in French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each member State of the Council of Europe.



Fylgiskjal III.


Protocole n° 13 à la Convention de sauvegarde des Droits de l'Homme et des Libertés fondamentales, relatif à l'abolition de la peine de mort en toutes circonstances

Vilnius, 3.V.2002

Les Etats membres du Conseil de l'Europe, signataires du présent Protocole,
Convaincus que le droit de toute personne à la vie est une valeur fondamentale dans une société démocratique, et que l'abolition de la peine de mort est essentielle à la protection de ce droit et à la pleine reconnaissance de la dignité inhérente à tous les êtres humains;
Souhaitant renforcer la protection du droit à la vie garanti par la Convention de sauvegarde des Droits de l'Homme et des Libertés Fondamentales signée à Rome le 4 novembre 1950 (ci-après dénommée «la Convention»);
Notant que le Protocole n° 6 à la Convention concernant l'abolition de la peine de mort, signé à Strasbourg le 28 avril 1983, n'exclut pas la peine de mort pour des actes commis en temps de guerre ou de danger imminent de guerre;
Résolus à faire le pas ultime afin d'abolir la peine de mort en toutes circonstances,
Sont convenus de ce qui suit:

Article 1 – Abolition de la peine de mort
La peine de mort est abolie. Nul ne peut être condamné à une telle peine ni exécuté.

Article 2 – Interdiction de dérogations
Aucune dérogation n'est autorisée aux dispositions du présent Protocole au titre de l'article 15 de la Convention.

Article 3 – Interdiction de réserves
Aucune réserve n'est admise aux dispositions du présent Protocole au titre de l'article 57 de la Convention.

Article 4 – Application territoriale
1 Tout Etat peut, au moment de la signature ou au moment du dépôt de son instrument de ratification, d'acceptation ou d'approbation, désigner le ou les territoires auxquels s'appliquera le présent Protocole.
2 Tout Etat peut, à tout autre moment par la suite, par une déclaration adressée au Secrétaire Général du Conseil de l'Europe, étendre l'application du présent Protocole à tout autre territoire désigné dans la déclaration. Le Protocole entrera en vigueur à l'égard de ce territoire le premier jour du mois qui suit l'expiration d'une période de trois mois après la date de réception de la déclaration par le Secrétaire Général.
3 Toute déclaration faite en vertu des deux paragraphes précédents pourra être retirée ou modifiée, en ce qui concerne tout territoire désigné dans cette déclaration, par notification adressée au Secrétaire Général. Le retrait ou la modification prendra effet le premier jour du mois qui suit l'expiration d'une période de trois mois après la date de réception de la notification par le Secrétaire Général.

Article 5 – Relations avec la Convention
Les Etats Parties considèrent les articles 1 à 4 du présent Protocole comme des articles additionnels à la Convention, et toutes les dispositions de la Convention s'appliquent en conséquence.

Article 6 – Signature et ratification
Le présent Protocole est ouvert à la signature des Etats membres du Conseil de l'Europe qui ont signé la Convention. Il sera soumis à ratification, acceptation ou approbation. Un Etat membre du Conseil de l'Europe ne peut ratifier, accepter ou approuver le présent Protocole sans avoir simultanément ou antérieurement ratifié la Convention. Les instruments de ratification, d'acceptation ou d'approbation seront déposés près le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe.

Article 7 – Entrée en vigueur
1 Le présent Protocole entrera en vigueur le premier jour du mois qui suit l'expiration d'une période de trois mois après la date à laquelle dix Etats membres du Conseil de l'Europe auront exprimé leur consentement à être liés par le présent Protocole conformément aux dispositions de son article 6.
2 Pour tout Etat membre qui exprimera ultérieurement son consentement à être lié par le présent Protocole, celui-ci entrera en vigueur le premier jour du mois qui suit l'expiration d'une période de trois mois après la date du dépôt de l'instrument de ratification, d'acceptation ou d'approbation.

Article 8 – Fonctions du dépositaire
Le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe notifiera à tous les Etats membres du Conseil de l'Europe:
    a toute signature;
    b le dépôt de tout instrument de ratification, d'acceptation ou d'approbation;
    c toute date d'entrée en vigueur du présent Protocole conformément à ses articles 4 et 7;
    d tout autre acte, notification ou communication, ayant trait au présent Protocole.
En foi de quoi, les soussignés, dûment autorisés à cet effet, ont signé le présent Protocole.
Fait à Vilnius, le 3 mai 2002, en français et en anglais, les deux textes faisant également foi, en un seul exemplaire qui sera déposé dans les archives du Conseil de l'Europe. Le Secrétaire Général du Conseil de l'Europe en communiquera copie certifiée conforme à chacun des Etats membres du Conseil de l'Europe.


Fylgiskjal IV.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 62/1994,
um mannréttindasáttmála Evrópu.

    Í frumvarpinu er lagt til að lögfestur verði 13. viðauki við mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um afnám dauðarefsingar. Ekki er gert ráð fyrir að lögfesting frumvarpsins hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs.