Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 150. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 150  —  150. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hversu mörg sveitarfélög hafa fengið greitt á þessu ári í samræmi við fyrri reglur og birtar áætlanir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og í hve mörgum tilvikum er um ofgreiðslu að ræða miðað við nýja reglugerð og um hversu háar fjárhæðir er að ræða?
     2.      Hafa greiðslur verið stöðvaðar til einhverra sveitarfélaga og ef svo er, hve margra?
     3.      Hversu mörg þeirra verða krafin um endurgreiðslu?
     4.      Telur ráðherra að hér sé um að ræða eðlileg vinnubrögð af hálfu opinberra aðila?