Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 159. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 159  —  159. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sýkingarhættu á sjúkrahúsum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver eru viðbrögð ráðherra við þeirri skoðun sóttvarnalæknis að strax verði að ráðast í byggingu nýs Landspítala vegna smithættu í núverandi byggingum?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við niðurstöðum úr könnun yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss í 10. tbl. Læknablaðsins 2003 sem sýna að auknar sýkingar megi rekja til þess að salernis- og hreinlætisaðstaða sé ófullnægjandi á spítalanum?
     3.      Verður það kannað nánar sem fram kemur hjá sóttvarnalækni í 10. tbl. Læknablaðsins 2003 að ætla megi að spítalasýkingar kosti Íslendinga hundruð milljóna króna á ári hverju?
     4.      Hve mörg sýkingartilvik sem landlæknir metur að hafi verið alvarleg hafa komið upp á sjúkrahúsum sl. fimm ár?