Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 185. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 187  —  185. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um báta sem hafa landað leyfilegum meðafla botnfisks.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hve margir bátar hafa landað leyfilegum meðafla botnfisks, sem ekki reiknast til aflamarks skipa samkvæmt svokallaðri 5%-reglu, frá því að reglan tók gildi?
     2.      Hvaða bátar eiga hér í hlut og á hvaða veiðarfærum hafa þeir verið, raðað eftir útgerðarstöðum? Óskað er að nöfn og skrásetningarnúmer bátanna komi fram í svarinu.
     3.      Hvernig hefur aflahlutdeild viðkomandi skipa verið í tonnum talið og fisktegundum í upphafi fiskveiðiárs?
     4.      Hvernig hefur aflamark sömu skipa í tonnum og fisktegundum reynst vera í lok fiskveiðiárs?
     5.      Hvernig hefur 5%-reglan nýst eftir mánuðum frá því að hún tók gildi?
     6.      Hve margir bátar hafa nýtt sér þessa heimild til fullnustu og á hvaða tímum fiskveiðiársins náðu þeir því?
     7.      Hefur þessi afli verið flokkaður og þá hvernig og hve mikið í einstaka gæðaflokka, þ.e. dauðblóðgað, skemmt eða samkvæmt annarri gæðaflokkun?


Skriflegt svar óskast.