Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 214. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 227  —  214. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um eftirlit með ráðningarsamningum útlendinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu oft á sl. tveimur árum hafa stéttarfélög eða aðrir aðilar vakið athygli ráðuneytisins á:
                  a.      að ráðningarsamningar útlendinga séu ekki í samræmi við íslenska löggjöf og hvers eðlis hafa þær umkvartanir verið,
                  b.      að ráðningarkjörum, þ.m.t. húsnæðisaðstöðu, hafi verið breytt eftir að erlendir starfsmenn hófu störf,
                  c.      að útlendingar sem leita réttar síns hjá stéttarfélagi missi vinnuna í framhaldinu?
             Ef svo er, hvernig hefur ráðuneytið brugðist við þessum umkvörtunum?
     2.      Eru atvinnuleyfi veitt nýjum erlendum starfsmönnum ef ráðuneytið hefur vitneskju um tilvik sem lýst er í 1. lið og ef fyrirtæki sem óska ráðningar á erlendum starfsmönnum eru í vanskilum með opinber gjöld erlendra starfsmanna sinna?
     3.      Hversu mörgum umsóknum um framlengingu atvinnuleyfis hafa stéttarfélög hafnað í umsögn sinni sl. tvö ár og hversu mörgum þeirra hefur Vinnumálastofnun hafnað? Í hve mörgum tilvikum hefur Vinnumálastofnun hafnað umsóknum frá fyrirtækjum sem hafa ekki skilað lögbundnum iðgjaldagreiðslum (lífeyrissjóðsiðgjaldi eða félagsgjöldum) eða afdregnum skatti viðkomandi starfsmanns?


Skriflegt svar óskast.