Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 290. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 335  —  290. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslu dráttarvaxta úr ríkissjóði.

Frá Ásgeiri Friðgeirssyni.



     1.      Hverju námu greiðslur úr ríkissjóði á dráttarvöxtum árin 1998–2002 af reikningum frá innlendum viðskiptavinum ríkissjóðs?
     2.      Eru dæmi þess að ríkissjóður greiði ekki dráttarvexti af reikningum frá viðskiptavinum sínum þótt þeir séu komnir fram yfir samningsbundinn gjalddaga? Sé svo, við hvaða reglur styðst það?


Skriflegt svar óskast.