Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 282. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 523  —  282. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur um vexti útlána banka og sparisjóða.

     .      Hverjir voru meðalvextir verðtryggðra og óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða til fyrirtækja annars vegar og heimila hins vegar á árinu 2002 og á fyrri hluta ársins 2003? Óskað er eftir að fram komi hverjir vextirnir voru á útistandandi lánum í lok árs 2002 og í lok júní 2003 sem og á nýjum veittum lánum á þessu tímabili.
    Ráðuneytið óskaði eftir að Seðlabanki Íslands legði til efni í svar við þessum lið fyrirspurnarinnar. Meðfylgjandi tafla er unnin upp úr opinberum skýrslum Seðlabanka Íslands. Aðrar upplýsingar um sundurgreinda vexti eftir því hvort fyrirtæki eða heimili taka lánin hefur Seðlabankinn ekki tiltækar.

Helstu meðalvextir hjá bönkum og sparisjóðum í %.


Yfirdráttarlán
fyrirtækja
Yfirdráttarlán
einstaklinga
Almenn
skuldabréf
Vísitölubundin
lán
1. janúar 2002 19,6 20,1 17,4 10,2
1. apríl 2002 19,0 19,4 16,7 10,2
1. júlí 2002 17,8 18,2 15,2 10,1
1. október 2002 16,4 16,8 13,8 10,1
1. janúar 2003 15,2 15,8 12,5 9,5
1. apríl 2003 14,8 15,3 12,0 9,2
1. júlí 2003 14,8 15,3 12,0 9,1

     2.      Hversu mikið lögðu bankar og sparisjóðir í afskriftareikning í hlutfalli við útistandandi lán á árunum 1998–2002, annars vegar vegna fyrirtækja og hins vegar heimila?
     3.      Hversu mikil voru töpuð útlán í hlutfalli við útistandandi lán vegna fyrirtækja annnars vegar og heimila hins vegar á árunum 1998–2002?

    Ráðuneytið óskaði eftir að Fjármálaeftirlitið legði til svar við þessum liðum fyrirspurnarinnar. Upplýsingarnar koma fram í meðfylgjandi töflum að öðru leyti en því að ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu á milli fyrirtækja og heimila. Hins vegar kemur fram í töflunni hver hlutfallsleg skipting er á útlánum milli fyrirtækja annars vegar og heimila hins vegar í árslok hvers árs 1998–2002. Á þessu árabili hefur hlutdeild fyrirtækja í útlánum banka og sparisjóða verið u.þ.b. 70% og einstaklinga u.þ.b. 30%.

Yfirlit yfir framlög í afskriftareikning og endanlega töpuð útlán
hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum, í millj. kr.
*

1998 1999 2000 2001 2002
1. Framlög í afskriftareikning 3.517 4.433 5.058 9.224 10.210
2. Endanlega afskrifuð útlán 3.565 2.621 2.419 4.294 6.951
1. Í hlutfalli af meðalstöðu útlána 1,00% 1,01% 0,90% 1,29% 1,23%
2. Í hlutfalli af meðalstöðu útlána 1,01% 0,60% 0,43% 0,60% 0,83%
Meðalstaða útlána á hverju ári 351.955 439.573 559.664 713.686 833.012
*    Í talnaefni fyrri ára eru taldir með forverar þeirra banka sem starfandi voru á árinu 2002, t.d. FBA og Kaupþing. Miðað er við samstæðuuppgjör viðskiptabanka og sparisjóða.


Hlutfallsleg skipting útlána milli fyrirtækja og einstaklinga í árslok hvers árs.

1998 1999 2000 2001 2002
Fyrirtæki 68,7% 70,9% 69,2% 72,6% 71,8%
Einstaklingar 31,3% 29,1% 30,8% 27,4% 28,2%
100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%