Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 394. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 530  —  394. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fæðingarþjónustu.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hve margar fæðingardeildir eru starfandi á landinu nú og hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár?
     2.      Á hvaða sjúkrastofnunum eru starfræktar fæðingardeildir?
     3.      Hve margar fæðingar hafa verið á hverri fæðingardeild sl. 5 ár?
     4.      Hve margar heimafæðingar voru á síðasta ári?
     5.      Hve margar heimafæðingar voru utan höfuðborgarsvæðis og hvar voru viðkomandi konur búsettar?
     6.      Hafa konur í dreifbýli eða á þeim stöðum þar sem ekki er rekin fæðingarþjónusta rétt á þjónustu við heimafæðingar og ef svo er, hver á að veita þá þjónustu?
     7.      Hvernig er komið til móts við þær konur sem ekki eiga kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð?
     8.      Standa þeim og fjölskyldum þeirra íbúðir til boða og ef svo er, hvar eru þær íbúðir, hvernig er þeim úthlutað og hvernig eru þær kynntar?
     9.      Hverjar eru taldar helstu ástæður þess að fæðingarstöðum hefur fækkað?
     10.      Telur ráðherra að fjölga þurfi fæðingarstöðum út um land til að bæta öryggi fæðandi kvenna og ef svo er, hvernig telur ráðherra best að standa að þeirri uppbyggingu?


Skriflegt svar óskast.