Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 405. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 544  —  405. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um útgáfustyrki Menningarsjóðs.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hverjar hafa árlegar tekjur Menningarsjóðs verið frá því að lög nr. 79/1993 tóku gildi, hvaðan hafa þær komið og hve stórum hluta þeirra hefur verið varið til beinna styrkja?
     2.      Hverjir hafa setið í stjórn Menningarsjóðs á þeim tíma?
     3.      Útgáfu hvaða verka hefur Menningarsjóður styrkt á þessum tíma, hverjir eru höfundar eða ritstjórar einstakra verka, hve mikið voru þau styrkt og hvaða forlög gáfu út, sundurliðað eftir fræðiritum, handbókum, orðabókum og menningarsögulegum ritum, sbr. 1. gr. laganna?
     4.      Hvernig skiptist fjárhagslegur stuðningur Menningarsjóðs eftir einstökum forlögum á þessu tímabili?
     5.      Hvaða fjárhagslegan stuðning hefur sjóðurinn veitt „annarri skyldri starfsemi“ en beinlínis útgáfu svo vísað sé í orðalag 1. gr. laganna um sjóðinn, hverjir eru ábyrgðarmenn umsókna í slíkum tilvikum og hver er upphæð styrkja?
     6.      Hefur sjóðurinn styrkt útgáfu verkefna sem hafa svo ekki verið gefin út? Hvaða verk eru þetta, hve mikill styrkur rann til hvers verkefnis og hve mikið samtals? Hefur verið beðið um endurgreiðslu styrkja af slíku tilefni? Ef svo er, hversu oft og hvernig hefur það tekist?


Skriflegt svar óskast.