Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 455. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 650  —  455. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um selastofna við Ísland.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvert er ástand selastofna hér við land og hvaða stofnbreytingar eru þekktar sl. 30 ár?
     2.      Hverjar eru orsakir þeirra stofnbreytinga sem orðið hafa?
     3.      Hvaða stjórnvöld og stofnanir bera ábyrgð á vöktun selastofna og mati á ástandi þeirra?
     4.      Er svokölluð hringormanefnd enn þá starfandi? Ef svo er, hvaða stjórnvald ber ábyrgð á störfum hennar og hvernig er starfsemi hennar fjármögnuð?
     5.      Er enn greitt fyrir veiddan sel með einhverjum hætti (kjálka, maga eða samkvæmt öðrum skilyrðum)?
     6.      Hvaða stjórnvöld og stofnanir bera ábyrgð á selveiðum og eftirliti með þeim? Hvaða lagastoð er fyrir þeirri ábyrgð?
     7.      Hvaða ráðuneyti hefur umsjón með að alþjóðlegar skuldbindingar um verndun sela séu í heiðri hafðar?


Skriflegt svar óskast.